Monday, February 20, 2012

Flækjur & mistök


Brot úr bókinn:



Hér er gott að hugsa sér einfalt dæmi. Segjum sem svo að þú farir að heiman með 100 kr. pening í vasanum. Þegar þú kemur á áfangastað uppgötvar þú að peningurinn er horfinn. Þú tekur líka eftir því að það er gat á vasanum. Hér má hugsa sér margar tilgátur. Vel þjálfaður vasaþjófur hefði getað náð peningnum úr vasanum án þess að þú tækir eftir því. Þrátt fyrir ýmsa möguleika er næstum öruggt að þeir eru allir miklu flóknari en sú skýring að peningurinn hafi dottið út um gatið. Rakhnífur Occams setur okkur þá reglu að skera burt allan óþarfa úr tilgátum okkar. Við ímyndum okkur ekki vasaþjóf til að útskýra hvarf hundraðkrónupenings ef einfaldari skýring dugar jafn vel.

14 bls

Er hægt að fá nýjar hugmyndir? Hvernig stendur á því að hlutir verða svona flóknir þegar maður hugsar um þá á ákveðinn hátt? Hvernig verður tilgáta að kenningu? Eru allar kenningar örugglega sannar?

Hér er fjallað um tengsl skynjunar og hugsunar og þá kosti og galla sem fylgja vísindalegri nálgun á veruleikann. 



Sækja:
.pdf



Hér er verkefnabók/gátlisti sem á að hafa til hliðsjónar þegar unnið er úr textanum. Hann er á formi spurninga sem skiptast í þrjá fokka: Tókstu eftir? Skildir þú? Hefur þú einhverju við að bæta?

Í fyrsta flokki eru spurningar með skýr, afmörkuð svör en reyna ekki á mikið annað en athyglisgáfu og eftirtekt. Í öðrum og þriðja flokki er reynt á skilning og frumlega hugsun.

Sækja:

Friday, February 10, 2012

Hvernig geri ég bók í iBooks Author

Þegar ritstjóri/-ar er kominn með allar myndir (eða kvikmyndir) og allan texta sem á að fara í bókina og veit hvaða kaflar eiga að fara í hana þá byrjar hann að smíða bókina. Hér verður tekið dæmi af texta sem er á náttúrufræðisíðunni þegar.

1. Þið gerið möppu í réttum makka (þið verðið að nota makka).




Í myndamöppuna setjið þið ljósmyndir og myndbönd sem þið ætlið að setja í bókina.


Textinn er í skjali í textamöppunni:


Nú er allt klárt.

Opnaðu iBooks Author.


Veldu útlit á bókina. Þetta fyrsta er nokkuð stílhreint og gott – en valið er ykkar.


Þá opnast bókin.


Farðu á forsíðu bókarinnar (efst) og gefðu henni nafn:


Settu inn Norðlingaskóli og nöfn höfunda:


Veldu mynd úr möppunni þinni og dragðu hana yfir forsíðumyndina – og slepptu.


Passaðu að gæðin á forsíðumyndinni séu næg. Við viljum ekki grófa og pixlaða mynd.

Opnaðu textaskjalið og afritaðu allan textann (eða allan fyrsta kaflann).

Farðu þvínæst í Section 1 í bókinni go smelltu á textann. Hann verður blár við einn smell.


Límdu textann þinn þar inn.


Skoðaðu textann og eyddu óþarfa textabilum og þvíumlíku. Ef orði er asnalega skipt á milli lína getur þú smellt á réttan stað og ýtt á „-“. Þá mun orðið skipta sér rétt.

Fylltu inn með íslenskum texta í plássið fremst í Section 1. Þú mátt búa til eins mörg eða fá section og kafla og þú vilt.


Skiptu um texta fremst í kaflanum (hver kafli hefur litla forsíðu).


Og mynd:


Veldu síðu sem þú vilt setja mynd eða myndband á:




Veldu tól sem heitir Widgets (efst fyrir miðju) ef þú vilt setja inn myndasafn eða gagnvirka mynd eða spurningu (allt þetta getur þú gert auðveldlega):


Gallery setur inn myndaramma þar sem þú getur flett á milli mynda. Interactive mynd er hægt að merkja og láta hreyfast aðeins. Review setur inn krossaspurningu (gæti verið sniðugt). Annars er hægt að gera ýmislegt fleira með Widgets ef áhuginn er fyrir hendi.


Hér skulum við sjá hvernig Gallery virkar:


Það birtist gluggi (sem hægt er að stækka, minnka og breyta lögun á). Í hann má draga margar myndir.


Fyrir hverja mynd kemur inn lítill punktur neðan við myndina.

Nú þarf að gefa galleríinu íslenska fyrirsögn (textinn ofan við myndina) og hverri mynd sinn eigin myndatexta (fyrir neðan myndina). Hér setjið þið inn höfund myndarinnar.


Ef þú vilt setja inn aðeins eina, staka mynd dregurðu hana bara inn í textann (sama gildir um myndband):


Þegar bókin er tilbúin bætir þú við Copyright síðu aftast. Þú notar sama hnapp til að gera fleiri en einn kafla eða breyta uppsetningu blaðsíðna. Þér er óhætt að fikta með Add Pages möguleikann.


Neðst á Copyright síðuna skrifið þið 2012 og nöfnin ykkar og síðan texta sem gæti t.d. verið:



En þarna setjið þið líka inn þær síður sem textinn ykkar byggir á (heimildirnar).

Þá er ekkert eftir nema tengja iPad við tölvuna, opna iBooks (í iPadnum) og velja Preview (í makkanum):


Þú skoðar síðan bókina í iBooks í iPadnum og lagar það sem þarf að laga. Þegar allt er búið velur þú Publish og velur að búa til skrá í tölvunni (ekki á netið eða í iTunes).

Þessa skrá (bara .ibooks skrána)  setur þú í Dropbox og sendir mér link eða sendir mér í tölvupósti (ragnarkennari) ef hún er undir 25MB.

Hér má sjá bókina sem ég var að gera hér að ofan (aðeins á iPad).





Til baka.

Hvar finn ég löglegar myndir?

Það skiptir öllu máli að allar myndir sem þið notið séu löglegar. Þið hafið 3 kosti.

1. Takið myndirnar sjálf (það er ekki svo langt í Rauðhóla t.d. og þið getið tekið iPad með ykkur og notað instagram eða annað forrit ef þið viljið flottar myndir), teiknið þær eða gerið eigin myndbönd (það er auðvelt að nota myndbönd í iBooks.

2. Talið við ljósmyndara (t.d. með tölvupósti ef þið finnið myndir sem þið viljið nota. Útskýrið eftirfarandi: „Við erum að búa til rafræna kennslubók í skólanum. Mættum við nota þessa mynd (verið nákvæm). Væri í lagi ef aðrir fengu að lesa/nota kennslubókina? Útskýrið að þið munuð ekki selja bókina eða hagnast á henni.“

Ekki trufla ljósmyndara nema annað bregðist. Reynið frekar að bjarga ykkur sjálf.

3. Finnið löglegar myndir á netinu. Verið viss um að myndina megi nota. Þið getið t.d. notað Flickr eða  Everystockphoto. Ef þið notið síðarnefndu aðferðina athugið hvað stendur um „licence“ við myndina. Ef þið farið á Flick farið í „Advanced Search“ og veljið (neðst) myndir sem þið megið nota eða breyta.

Þið þurfið alltaf að geta höfundar myndarinnar. Sendið ritstjóra bókarinnar myndina og látið fylgja með (Ljósmynd: NASA) eða hver sem höfundurinn er.











Hvar finn ég efni um gervigíga?

Byrjaðu á að ákveða hvar þú ætlar að punkta hjá þér efnið um gervigígana. Gott er að gera litla miða (í alvöru eða í tölvu) og setja eina staðreynd á hvern miða. Gættu þess sérstaklega að merkja líka á miðann hvaða heimild hann er.

Dæmi:

Gætið þess að spyrja ykkur sífellt spurninga á borð við hvar, hvað, hvenær, hvernig...

- - -

Þegar þið eruð komin með nógu margar staðreyndir til að búa til úr því söguþráð skuluð þið flokka staðreyndir í tvo flokka: a) staðreyndir um gervigíga almennt, b) staðreyndir um Rauðhóla.

Ákveðið á þessum tíma hvort þið ætlið að bæta við öðrum kafla í bókina ykkar. Þið megið það (t.d. ef þið finnið gott efni um aðra gíga eða eitthvað sem þið metið áhugavert. Þið fáið vel metið fyrir frumlega og frjóa hugsun. En ekki síður fyrir skipulag og skýrleika.

Raðið síðan staðreyndunum ykkar í þessa tvo flokka og byrjið að skrifa. Gætið þess að textinn sé samfelldur en ekki röð af staðreyndum. Það er gríðarlega mikilvægt. Þetta á að vera vel skrifað!
- - -

Hér eru frábærar heimildir:

Færsla um gervigíga á Vísindavefnum:

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3789

[Í lokin á bókinni eiga að vera skráðar heimildir. Þar á þessi heimild að vera skráð svona:


Ármann Höskuldsson. „Hvernig myndast gervigígar? “. Vísindavefurinn 8.10.2003. http://visindavefur.is/?id=3789. (Skoðað 10.2.2012).


Síðasta dagsetningin er breytileg eftir því hvenær þið sækið efnið. En aðeins hún.

Hér er fjallað sérstaklega um Rauðhóla:


http://isor.is/efni/25-raudholar-%E2%80%93-gervigigar

Magnús Á. Sigurgeirsson. „Rauðhólar – gervigígar“. Íslenskar orkurannsóknir 2010. http://isor.is/efni/25-raudholar-%E2%80%93-gervigigar. (Skoðað dags).
Hér er nákvæm umfjöllun, sérstaklega um gígana fyrir norðan (þar sem eru líka til Rauðhólar) og m.a.s. aðeins fjallað um gervigíga í geimnum.


http://www.ramy.is/?page_id=220

„Gervigígar“. Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. http://www.ramy.is/?page_id=220. (Skoðað dags).

Ef þið finnið fleiri heimildir er það í góðu lagi en þetta ætti að duga í ansi gott verk. Auk þess getið þið borið hluti undir mig ef þið eruð óviss.

Til baka í verkefnið.




Gervigígar (Rauðhólar)

Þessa viku verður hópavinna. Ég mun skipta ykkur í nokkra hópa sem hver um sig hefur það hlutverk að semja myndskreytta vísindabók um Gervigíga – og sérstaklega um Rauðhóla, sem eru gervigígar.

Kennslubókina á að smíða (þegar efni er tilbúið) í iBooks Author.

Ég verð aðeins ráðgjafi í verkefninu. Hóparnir geta borið efnið undir mig, spurt mig spurninga eða beðið mig að lesa yfir tilbúinn texta.

Um verkefnið gilda nokkrar reglur:

Allir meðlimir verða að vera virkir. Gott er að setja þá sem eru ritfærir í að skrifa, aðra í að lesa og enn aðra í að taka myndir. 

Það er bannað að „stela“ efni og myndum. Það má ekki nota Google og taka einfaldlega efni þaðan. Vísa þarf í heimildir og nota aðeins myndir/vídeó sem þið takið sjálf eða sækið með leyfi af netinu eða fáið hjá ljósmyndara með hans leyfi.

Bókin á að útskýra hvað gervigígar eru í máli og myndum og síðan segja frá Rauðhólum, sem eru líklega næst þekktustu gervigígar á Íslandi. Enn þekktari eru gervigígarnir við Skútustaði við Mývatn (kannski lumar einhver á flottum myndum af þeim sem þið fáið leyfi til að nota í bókina).

Smelltu hér til að fá nánari leiðbeiningar um:

Hvar á ég að finna efni um gervigíga?

Hvar finn ég löglegar myndir?

Hvernig geri ég bók í iBooks Author?