Tuesday, April 24, 2012

Áherslur fyrir próf

Auk þess hefðbundna: þrautalausna, almennrar þekkingar og spurninga úr efni haustannar verður tekið örlítið öðruvísi á málum í lokaprófinu að þessu sinni. Það er rafrænt og þið munuð leysa það í litlum hópum og fá að nota pöddurnar og tölvur (ekki ósvipað og í kvissum). Eitthvað verður þess vegna spurt um ólesin atriði. En úr efninu verður mest áhersla lögð á þetta (frá því nýjasta til þess elsta):


Hópurinn getur fengið hvaða verkefni úr þessu hefti sem er. Þið þurfið að vera tilbúin fyrir það. Eins þurfið þið að vera tilbúin að leysa einstaklingsverkefni. Þau verða líka með.

Hér gæti verið skynsamlegt að skoða veggspjöldin sem komin eru upp á veggina og ræða við höfunda þeirra.

Skoðið öll myndböndin hér vel.

Og horfið á þetta.



Öll verkefnin úr heftinu um Flækjur og mistök geta komið. Það geta verið hóp- eða einstaklingsverkefni. Þið gætuð jafnvel fengið umræðuefni sem þið ræðið með eða við kennara. Verið undirbúin fyrir hvað sem er.


Þið verðið spurð um Rauðhóla og hafið þar á engu að byggja nema bókunum sem þið gerðuð sjálf. Ég mun ekki hafa milligöngu um að afhenda ykkur bækurnar, þið verðið að fá þær gegnum ykkar hóp. Eins mun ég prófa ykkur í að finna löglegar myndir á netinu.


Það verður spurt um ísmanninn Ötzi. Hver var hann? Hvar fannst hann? Hvernig dó hann? Hvað er vitað um hann? Og fleira af þessu tæi. Verið búin að þaullesa kaflann og gera góðar glósur.


Þið þurfið að lesa vel og kunna kaflann um litrófsgreiningu. Verið með góðar glósur. Ekki vanmeta þennan kafla. Þið þurfið að undirbúa ykkur vel og hafið í huga að það er lengst síðan þið fóruð í þessan tíma.