Friday, February 10, 2012

Gervigígar (Rauðhólar)

Þessa viku verður hópavinna. Ég mun skipta ykkur í nokkra hópa sem hver um sig hefur það hlutverk að semja myndskreytta vísindabók um Gervigíga – og sérstaklega um Rauðhóla, sem eru gervigígar.

Kennslubókina á að smíða (þegar efni er tilbúið) í iBooks Author.

Ég verð aðeins ráðgjafi í verkefninu. Hóparnir geta borið efnið undir mig, spurt mig spurninga eða beðið mig að lesa yfir tilbúinn texta.

Um verkefnið gilda nokkrar reglur:

Allir meðlimir verða að vera virkir. Gott er að setja þá sem eru ritfærir í að skrifa, aðra í að lesa og enn aðra í að taka myndir. 

Það er bannað að „stela“ efni og myndum. Það má ekki nota Google og taka einfaldlega efni þaðan. Vísa þarf í heimildir og nota aðeins myndir/vídeó sem þið takið sjálf eða sækið með leyfi af netinu eða fáið hjá ljósmyndara með hans leyfi.

Bókin á að útskýra hvað gervigígar eru í máli og myndum og síðan segja frá Rauðhólum, sem eru líklega næst þekktustu gervigígar á Íslandi. Enn þekktari eru gervigígarnir við Skútustaði við Mývatn (kannski lumar einhver á flottum myndum af þeim sem þið fáið leyfi til að nota í bókina).

Smelltu hér til að fá nánari leiðbeiningar um:

Hvar á ég að finna efni um gervigíga?

Hvar finn ég löglegar myndir?

Hvernig geri ég bók í iBooks Author?



No comments:

Post a Comment