Friday, February 10, 2012

Hvar finn ég efni um gervigíga?

Byrjaðu á að ákveða hvar þú ætlar að punkta hjá þér efnið um gervigígana. Gott er að gera litla miða (í alvöru eða í tölvu) og setja eina staðreynd á hvern miða. Gættu þess sérstaklega að merkja líka á miðann hvaða heimild hann er.

Dæmi:

Gætið þess að spyrja ykkur sífellt spurninga á borð við hvar, hvað, hvenær, hvernig...

- - -

Þegar þið eruð komin með nógu margar staðreyndir til að búa til úr því söguþráð skuluð þið flokka staðreyndir í tvo flokka: a) staðreyndir um gervigíga almennt, b) staðreyndir um Rauðhóla.

Ákveðið á þessum tíma hvort þið ætlið að bæta við öðrum kafla í bókina ykkar. Þið megið það (t.d. ef þið finnið gott efni um aðra gíga eða eitthvað sem þið metið áhugavert. Þið fáið vel metið fyrir frumlega og frjóa hugsun. En ekki síður fyrir skipulag og skýrleika.

Raðið síðan staðreyndunum ykkar í þessa tvo flokka og byrjið að skrifa. Gætið þess að textinn sé samfelldur en ekki röð af staðreyndum. Það er gríðarlega mikilvægt. Þetta á að vera vel skrifað!
- - -

Hér eru frábærar heimildir:

Færsla um gervigíga á Vísindavefnum:

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3789

[Í lokin á bókinni eiga að vera skráðar heimildir. Þar á þessi heimild að vera skráð svona:


Ármann Höskuldsson. „Hvernig myndast gervigígar? “. Vísindavefurinn 8.10.2003. http://visindavefur.is/?id=3789. (Skoðað 10.2.2012).


Síðasta dagsetningin er breytileg eftir því hvenær þið sækið efnið. En aðeins hún.

Hér er fjallað sérstaklega um Rauðhóla:


http://isor.is/efni/25-raudholar-%E2%80%93-gervigigar

Magnús Á. Sigurgeirsson. „Rauðhólar – gervigígar“. Íslenskar orkurannsóknir 2010. http://isor.is/efni/25-raudholar-%E2%80%93-gervigigar. (Skoðað dags).
Hér er nákvæm umfjöllun, sérstaklega um gígana fyrir norðan (þar sem eru líka til Rauðhólar) og m.a.s. aðeins fjallað um gervigíga í geimnum.


http://www.ramy.is/?page_id=220

„Gervigígar“. Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. http://www.ramy.is/?page_id=220. (Skoðað dags).

Ef þið finnið fleiri heimildir er það í góðu lagi en þetta ætti að duga í ansi gott verk. Auk þess getið þið borið hluti undir mig ef þið eruð óviss.

Til baka í verkefnið.




No comments:

Post a Comment