Saturday, December 1, 2012

Sálfræðitilraunir

Vegfarenda-áhrifin 

Flestir eru tilbúnir að hjálpa öðrum – og leggja sig jafnvel í lífshættu til þess. Hér má sjá dæmi um mann sem hættir lífi sínu til að bjarga barni sem dettur í sjóinn. Það er óskráð regla að maður hjálpar öðrum. Hinsvegar er það líka óskráð regla að maður gerir eins og aðrir. Það hefur óvænt áhrif þegar fólk þarfnast hjálpar í margmenni.

 



  Breytiblinda


Horfðu á myndbandið 

  Aðlögunarþörf 

 Við höfum óvænta og sterka þörf fyrir að aðlagast félagslegum aðstæðum.

   

  Apakettir Harry Harlows



  Er hægt að þekkja lygara á látbragðinu

Monday, October 1, 2012

Hópverkefni um líkama mannsins


Reglur:

Allar myndir þurfa að vera teknar/teiknaðar af ykkur sjálfum.

Allur texti þarf að vera ykkar, ekki orðrétt endurtekning úr heimildum eða námsefni.

Viðmið:

Verkefnið á að vera skýrt og fallega upp sett.

Allir eiga að leggja fram vinnu við lausn þess.

Lýsing:

Ykkar verkefni er að gera kynningu (t.d. veggspjald úr pappír, Pages, myndband) um efni sem þið fáið úthlutað.

Ef þið gerið veggspjald á pappír þurfið þið að taka mynd af afurðinni og senda á ragnarkennari.

Skil:

Senda þarf verkefnið fyrir fimmtudaginn næsta.


1. Melting og ensím

Aldís, Hekla: Hvað eru/gera ensím?

Ali, Iðunn: Hvert er hlutverk tanna?

Alexandra, Jón F: Ferðalag fæðunnar frá munni til maga.

Alex, Freyja, Theódóra: Ferðalag fæðunnar frá maga til endaþarms.


2. Blóðrásin

Anton H, Hildur: Tvær blóðrásir.

Alma, Kara: Tvær tegundir af æðum.

Anna K, Karen: Hjartað.

Anika, Guðný: Hlutverk blóðrásarinnar.


3. Efnasamsetning blóðs

Aron B, India: Úr hverju er blóð?

Ari, Katrín W: Í hvaða blóðflokkum eru Íslendingar?

Anna L, Katrín R: Hvað eru blæðarar?

Arndís, Heiðrún: Rauð og hvít blóðkorn.


4. Öndun og frumuöndun

Birta K, Jón R: Hvað er frumuöndun?

Baldur, Margrét L: Lungun.

Anna R, Kharl: Hvers vegna er súrefni mikilvægt fyrir líkamann?

Ágústa, Hilmir: Hvað er bruni?


5. Taugakerfið

Daníel, Ólafur: Heilinn.

Birta L, Matthildur: Miðtaugakerfið.

Ársól, Kolbrún, Hafþór: Ósjálfráð viðbrögð.

Ásmundur, Hjörtur: Lýsið taugakerfinu.


6. Augað

Davíð V, Rebekka: Litasjón og svart/hvít sjón.

Brynjar, Natan: Hvernig virka gleraugu?

Benedikt, Sigrún H: Hvað er að vera nærsýnn eða fjarsýnn?

Bjargey, Kristjana: Hvaða augnlitir eru til?


7. Hormónar


Dóra, Sigfríð: Munur á hormónum og taugaboðum.

Dagur, Nóni: Hvernig tengjast hormónar hræðslu?

Benjamín, Sigurbjörg: Hvað eru sterar?

Bjarki, Kristófer: Nokkur dæmi um hormónalyf.


8. Insúlín

Emilía, Sóldögg: Hvað er sykursýki?

Emil, Sigurður E: Hvað er áunnin sykursýki?

Emma, Svandís: Hvernig er insúlín framleitt fyrir þá sem ekki framleiða það sjálfir?

Bjarni T, Lilja K: Hversu mikill sykur er í algengum matvælum og drykkjum (veljið nokkur).


9. Kynhormónar

Eydís, Stella: Karl- og kvenhormón?

Erika, Sindri: Hversu langur er tíðahringurinn?

Guðrún Dís, Telma V: Hvað veldur skalla?

Bjarni Þ, Mikael: Steranotkun í íþróttum.



10. Hitajafnvægi og úrgangur (vökvajafnvægi)

Eygló, Unnur: Þegar okkur er heitt...

Eva, Trausti: Þegar okkur er kalt...

Bryndís, Snædís: Hlutverk nýrnanna.


11. Reykingar

Gunnar, Vaka: Saga sígarettnanna.

Hinrik, Enzo, Þórlindur: Áhrif munntóbaks á heilsunna.


Helga, Helgi: Áhrif reykinga á heilsuna.

Egill, Sólveig: Hvers vegna er erfitt að hætta að reykja?



12. Áfengi

Heiða, Viktor: Hvað er alkóhólismi?

Hrefna, Þorvaldur: Hver eru skaðleg áhrif áfengisneyslu á heilsuna?

Erlendur, Telma L: Hvenær mega Íslendingar byrja að drekka? Hvenær byrja þeir í raun?


Saturday, September 29, 2012

Lífveran maður



Hér er rætt um:

Meltingu og ensím, blóðrásina og efnasamsetningu blóðs, öndun og frumuöndun, taugakerfið, viðbrögð og sjónina, hórmóna og sérstaklega insúlín og kynhormóna, leit líkamans að jafnvægi, áhrif reykinga og áfengis á heilsuna.





Thursday, September 13, 2012

Efni vikunnar 8.-12.9.2012



Myndir þú vilja vita það ef þú bærir með þér sjúkdóm sem einn góðan veðurdag slekkur á hæfileika þínum til að sofna og þín biði marga mánaða kvöl og pína – og svo dauði?

Tuesday, May 22, 2012

Tvær nýjar kennslubækur





Rannsóknir á Bugðu 2.

Hér má finna yfirlit yfir helstu fuglategundir sem verpa við Bugðu. Nemendur merkja við þá fugla sem þeir sjá og skila skýrslu.

iBooks (notar flettimöguleika)


Rannsóknir á Bugðu 1



Hér má finna yfirlit yfir helstu gróðurtegundir  við Bugðu. Nemendur merkja við þær plöntur sem þeir sjá og skila skýrslu.

iBooks (notar flettimöguleika)

Tuesday, April 24, 2012

Áherslur fyrir próf

Auk þess hefðbundna: þrautalausna, almennrar þekkingar og spurninga úr efni haustannar verður tekið örlítið öðruvísi á málum í lokaprófinu að þessu sinni. Það er rafrænt og þið munuð leysa það í litlum hópum og fá að nota pöddurnar og tölvur (ekki ósvipað og í kvissum). Eitthvað verður þess vegna spurt um ólesin atriði. En úr efninu verður mest áhersla lögð á þetta (frá því nýjasta til þess elsta):


Hópurinn getur fengið hvaða verkefni úr þessu hefti sem er. Þið þurfið að vera tilbúin fyrir það. Eins þurfið þið að vera tilbúin að leysa einstaklingsverkefni. Þau verða líka með.

Hér gæti verið skynsamlegt að skoða veggspjöldin sem komin eru upp á veggina og ræða við höfunda þeirra.

Skoðið öll myndböndin hér vel.

Og horfið á þetta.



Öll verkefnin úr heftinu um Flækjur og mistök geta komið. Það geta verið hóp- eða einstaklingsverkefni. Þið gætuð jafnvel fengið umræðuefni sem þið ræðið með eða við kennara. Verið undirbúin fyrir hvað sem er.


Þið verðið spurð um Rauðhóla og hafið þar á engu að byggja nema bókunum sem þið gerðuð sjálf. Ég mun ekki hafa milligöngu um að afhenda ykkur bækurnar, þið verðið að fá þær gegnum ykkar hóp. Eins mun ég prófa ykkur í að finna löglegar myndir á netinu.


Það verður spurt um ísmanninn Ötzi. Hver var hann? Hvar fannst hann? Hvernig dó hann? Hvað er vitað um hann? Og fleira af þessu tæi. Verið búin að þaullesa kaflann og gera góðar glósur.


Þið þurfið að lesa vel og kunna kaflann um litrófsgreiningu. Verið með góðar glósur. Ekki vanmeta þennan kafla. Þið þurfið að undirbúa ykkur vel og hafið í huga að það er lengst síðan þið fóruð í þessan tíma.





Monday, March 26, 2012

Verði ljós

Hér er tilraun sem Hrefna Rún, Rebekka og Hekla, nemendur í Úllónolló framkvæmdu





Horfðu á myndbandið hér að ofan. Þú getur valið íslenskan texta með því að velja [cc] hnappinn. Þá þarftu að horfa á myndbandið hér.





Hér er mynd eftir höfund þáttarins sem rennir yfir aðalatriðin.



Horfðu svo á þetta:



Og loks þetta:


Monday, February 20, 2012

Flækjur & mistök


Brot úr bókinn:



Hér er gott að hugsa sér einfalt dæmi. Segjum sem svo að þú farir að heiman með 100 kr. pening í vasanum. Þegar þú kemur á áfangastað uppgötvar þú að peningurinn er horfinn. Þú tekur líka eftir því að það er gat á vasanum. Hér má hugsa sér margar tilgátur. Vel þjálfaður vasaþjófur hefði getað náð peningnum úr vasanum án þess að þú tækir eftir því. Þrátt fyrir ýmsa möguleika er næstum öruggt að þeir eru allir miklu flóknari en sú skýring að peningurinn hafi dottið út um gatið. Rakhnífur Occams setur okkur þá reglu að skera burt allan óþarfa úr tilgátum okkar. Við ímyndum okkur ekki vasaþjóf til að útskýra hvarf hundraðkrónupenings ef einfaldari skýring dugar jafn vel.

14 bls

Er hægt að fá nýjar hugmyndir? Hvernig stendur á því að hlutir verða svona flóknir þegar maður hugsar um þá á ákveðinn hátt? Hvernig verður tilgáta að kenningu? Eru allar kenningar örugglega sannar?

Hér er fjallað um tengsl skynjunar og hugsunar og þá kosti og galla sem fylgja vísindalegri nálgun á veruleikann. 



Sækja:
.pdf



Hér er verkefnabók/gátlisti sem á að hafa til hliðsjónar þegar unnið er úr textanum. Hann er á formi spurninga sem skiptast í þrjá fokka: Tókstu eftir? Skildir þú? Hefur þú einhverju við að bæta?

Í fyrsta flokki eru spurningar með skýr, afmörkuð svör en reyna ekki á mikið annað en athyglisgáfu og eftirtekt. Í öðrum og þriðja flokki er reynt á skilning og frumlega hugsun.

Sækja:

Friday, February 10, 2012

Hvernig geri ég bók í iBooks Author

Þegar ritstjóri/-ar er kominn með allar myndir (eða kvikmyndir) og allan texta sem á að fara í bókina og veit hvaða kaflar eiga að fara í hana þá byrjar hann að smíða bókina. Hér verður tekið dæmi af texta sem er á náttúrufræðisíðunni þegar.

1. Þið gerið möppu í réttum makka (þið verðið að nota makka).




Í myndamöppuna setjið þið ljósmyndir og myndbönd sem þið ætlið að setja í bókina.


Textinn er í skjali í textamöppunni:


Nú er allt klárt.

Opnaðu iBooks Author.


Veldu útlit á bókina. Þetta fyrsta er nokkuð stílhreint og gott – en valið er ykkar.


Þá opnast bókin.


Farðu á forsíðu bókarinnar (efst) og gefðu henni nafn:


Settu inn Norðlingaskóli og nöfn höfunda:


Veldu mynd úr möppunni þinni og dragðu hana yfir forsíðumyndina – og slepptu.


Passaðu að gæðin á forsíðumyndinni séu næg. Við viljum ekki grófa og pixlaða mynd.

Opnaðu textaskjalið og afritaðu allan textann (eða allan fyrsta kaflann).

Farðu þvínæst í Section 1 í bókinni go smelltu á textann. Hann verður blár við einn smell.


Límdu textann þinn þar inn.


Skoðaðu textann og eyddu óþarfa textabilum og þvíumlíku. Ef orði er asnalega skipt á milli lína getur þú smellt á réttan stað og ýtt á „-“. Þá mun orðið skipta sér rétt.

Fylltu inn með íslenskum texta í plássið fremst í Section 1. Þú mátt búa til eins mörg eða fá section og kafla og þú vilt.


Skiptu um texta fremst í kaflanum (hver kafli hefur litla forsíðu).


Og mynd:


Veldu síðu sem þú vilt setja mynd eða myndband á:




Veldu tól sem heitir Widgets (efst fyrir miðju) ef þú vilt setja inn myndasafn eða gagnvirka mynd eða spurningu (allt þetta getur þú gert auðveldlega):


Gallery setur inn myndaramma þar sem þú getur flett á milli mynda. Interactive mynd er hægt að merkja og láta hreyfast aðeins. Review setur inn krossaspurningu (gæti verið sniðugt). Annars er hægt að gera ýmislegt fleira með Widgets ef áhuginn er fyrir hendi.


Hér skulum við sjá hvernig Gallery virkar:


Það birtist gluggi (sem hægt er að stækka, minnka og breyta lögun á). Í hann má draga margar myndir.


Fyrir hverja mynd kemur inn lítill punktur neðan við myndina.

Nú þarf að gefa galleríinu íslenska fyrirsögn (textinn ofan við myndina) og hverri mynd sinn eigin myndatexta (fyrir neðan myndina). Hér setjið þið inn höfund myndarinnar.


Ef þú vilt setja inn aðeins eina, staka mynd dregurðu hana bara inn í textann (sama gildir um myndband):


Þegar bókin er tilbúin bætir þú við Copyright síðu aftast. Þú notar sama hnapp til að gera fleiri en einn kafla eða breyta uppsetningu blaðsíðna. Þér er óhætt að fikta með Add Pages möguleikann.


Neðst á Copyright síðuna skrifið þið 2012 og nöfnin ykkar og síðan texta sem gæti t.d. verið:



En þarna setjið þið líka inn þær síður sem textinn ykkar byggir á (heimildirnar).

Þá er ekkert eftir nema tengja iPad við tölvuna, opna iBooks (í iPadnum) og velja Preview (í makkanum):


Þú skoðar síðan bókina í iBooks í iPadnum og lagar það sem þarf að laga. Þegar allt er búið velur þú Publish og velur að búa til skrá í tölvunni (ekki á netið eða í iTunes).

Þessa skrá (bara .ibooks skrána)  setur þú í Dropbox og sendir mér link eða sendir mér í tölvupósti (ragnarkennari) ef hún er undir 25MB.

Hér má sjá bókina sem ég var að gera hér að ofan (aðeins á iPad).





Til baka.