Thursday, January 3, 2013

Æfingarspurningar fyrir próf




12 stig

Mark Lepper og David Greene rannsökuðu áhrif verðlauna á áhugamál barna, segðu í stuttu máli frá niðurstöðum þeirra (3).

Hverjir eru kostir og gallar þess að nota verðlaun og/eða refsingar í námi unglinga (5). Með því er verið að tala um umbunarkerfi, refsikerfi eða önnur kerfi sem verðlauna góðan árangur eða hegðun og/eða refsa fyrir andstæðuna. Hér er spurt um þínar skoðanir en vísa má til rannsókna ef við á.

Nefndu dæmi um það í hvaða tilgangi fólk hermir (jafnvel ómeðvitað) eftir hverju öðru (3).


Voru tilraunir Harlows á ungum apaköttum siðferðilega réttlætanlegar?  (5) Undir hvaða kringumstæðum (ef einhverjum) má láta dýr þjást í vísindatilgangi.

Hvað leiddu rannsóknir Harlows á apaköttum í ljós um samband mæðra og afkvæmna (3)?

Útskýrðu nauðsyn samanburðarhópa í sálfræðirannsóknum? Hvers vegna er ekki hægt að treysta niðurstöðum rannsókna ef slíkan hóp vantar (4).

Lýstu því hvað gerist ef maður reynir að hugsa ekki um eitthvað. Lýstu sérstaklega hvaða áhrif undirmevitundin hefur (3).

 Í tilraun Tanyu L. Chartland og John A. Bargh voru rannsakendur látnir rugga fótunum meðan þeir ræddu við þátttakendur. Hversu mikið (í %) jukust fótahreyfingar þátttakenda við það (1)? 

Lýstu apamömmunum í tilraun Harlows (í orðum eða mynd) sem gáfu ungunum mjólk (1).

Hvernig áttu þátttakendur í bælingartilrauninni að láta vita ef þeir hugsuðu um hvítan bangsa (1)?

Derren Brown gerði merkilega tilraun á því hversu vel fólk tók eftir viðmælendum sínum. Hvernig fór tilraunin fram (1)?





8 stig

Hvernig útskýrir genakenning Mendels ástæðu þess að eiginleikar foreldra okkar blandist ekki í okkur (þannig að ef annað foreldri hafi blá augu og hitt græn þá verði augu okkar ekki sjálfkrafa blágræn svo dæmi sé nefnt) (5)?

Teiknaðu reitatöflu yfir mögulega afkomendur ef þú færð uppgefna eiginleika foreldranna (3). T.d. Foreldrarnir Dd og dd eða ss og SS o.s.frv.

Lýstu því hvernig eiginleikar geta stokkið yfir kynslóð (4) þannig að barnabarn líkist afa sínum eða ömmu meira en foreldrum með tilliti til ákveðinna eiginleika. Notaðu rétt hugtök (þ.á.m. ríkjandi gen og víkjandi gen).

Hvaða lífveru var Mendel að rannsaka þegar hann uppgötvaði grunnatriði erfða með genum (1)?

Hvað er gen (2)?

Raðaðu frá hinu stærsta til þess smæsta: fruma, vefur, DNA (DKS), litningur, vefur (1).





12 stig

Hver er munurinn á náttúruvali í lífríkinu og vali manna (4)?

Hvers vegna breytast lífverur samkvæmt þróunarkenningu Darwins (5)? (Taktu dæmi, t.d. af því hvernig skildir breytast á skjaldbökum).

Hvaða galla sá Fleeming Jenkin á þróunarkenningu Darwins (4)?

Segðu frá hinni „fullkomnu“ ensku blettakanínu (2).

Hvers vegna vakti þróunarkenning Darwins hörð, neikvæð viðbrögð þegar hún var fyrst kynnt (3)?

Hvers vegna dreif Darwin sig í að kynna þróunarkenningu sína eftir að hafa legið á henni árum saman (2)?

Hvað hétu foreldrar Charles Darwins (1)?

Hvað starfaði afi Darwins (1)?

Frá hvaða háskóla brautskráðist Darwin og hvaða fög lagði hann stund á í háskóla (2)?

Hvað hét skipið sem Darwin fór heimsreisu sína á (1)?

Í hvaða bók kynnti Darwin þróunarkenningu sína og hvaða ár kom bókin út (1)?

Hvað heitir svæðið á Norðurlandi þar sem steingervingar eru mjög áberandi (1)?

Hvað heitir eyjaklasinn þar sem Darwin gerði sumar af merkilegustu athugunum sínum (1)?

Ef saga jarðar er stytt í 24 klukkustundir, hvað var þá klukkan þegar menn komu fram á sjónarsviðið (1)?


10 stig

Þið þurfið að geta framkvæmt tilraun sem skoðar mun á hvíldar- og álagspúlsi einstaklings þar sem fram kemur:

Aldur og kyn þátttakanda, 
hvíldarpúls og lýsing á mælingu,
Álagspúls og lýsing á átaki.




Ljóngáfuð dýr

5 stig

Spurt verður nokkurra spurninga sem auðsvaranlegar eru þeim sem horfðu á þættina (þeir eru ekki lengur aðgengilegir á vef Rúv).

Hér er þáttur 2 á Youtube. Hér er þáttur 1 á Vimeo.




Lífveran maður

12 stig


Hvað eru/gera ensím (3)?

Rektu ferðalag fæðunnar frá munni niður í endaþarm (5).

Menn hafa tvær blóðrásir. Hvert liggja þær (3)?

Menn hafa tvær mismunandi tegundir af æðum. Lýstu muninum á þeim (3).

Úr hverju er blóð (3)?

Hvað er frumuöndun (3)?

Hvers vegna er súrefni mikilvægt fyrir líkamann (3)?

Hvað eru ósjálfráð viðbrögð (3)?

Úr hverju er taugakerfið (3)?

Hvað veldur nær- og fjarsýni (3)?

Úr hverju eru hormón (1)?

Hvernig koma hormón í veg fyrir að konur verði óléttar (3)?

Hvað veldur skalla (2)?

Hvað veldur sykursýki (2)?

Hvernig heldur líkaminn jafnvægi á hitastigi sínu (4)?




Hooke, Wren, Halley og Newton.

5 stig

Hvaða bók Róbert Hookes kom út árið 1665? (2)

Gerðu stutta ritgerð um minnismerkið um Brunann mikla (The Monument). (5)

Hvaða atburður varð til þess að Isaac Newton fór loks að standa sig vel í skóla? (3)



6 stig

Hvaða sjúkdómur, sem yfirleitt er tengdur hormónaójafnvægi og/eða óhollu líferni kemur yfirleitt fram í fólki sem ekki sefur nóg? (2)

Hvað er sérstakt við svefn höfrunga og hví geta þeir lifað af tilraunir sem rottur eða menn myndu ekki lifa af (2)?

DNA (DKS) inniheldur uppskrift að sameindum sem líta út eins og gormaflækjur. Hvað kallast þær (2)?

Segðu frá sjúkdómssögu Silvanós og sjúkdómnum sem herjaði á hann (4).

Nefndu tvo sjúkdóma sem eru skyldir FFI (2).




7 stig


Hvað er smættun (2)?

Hver uppgötvaði bæði gerla (bakteríur) og frumdýr (1)?

Hvað felst í frumukenningunni (3)?

Hver er munurinn á tveim tegundum frumna (3)?

Segðu frá tilraunum Redis og Pasteurs og hvernig þær afsönnuðu Kenninguna um sjálfsskviknun lífs (4).

Hvað hét bók Róberts Hooke um smásjárrannsóknir (1)?