Friday, February 10, 2012

Hvernig geri ég bók í iBooks Author

Þegar ritstjóri/-ar er kominn með allar myndir (eða kvikmyndir) og allan texta sem á að fara í bókina og veit hvaða kaflar eiga að fara í hana þá byrjar hann að smíða bókina. Hér verður tekið dæmi af texta sem er á náttúrufræðisíðunni þegar.

1. Þið gerið möppu í réttum makka (þið verðið að nota makka).




Í myndamöppuna setjið þið ljósmyndir og myndbönd sem þið ætlið að setja í bókina.


Textinn er í skjali í textamöppunni:


Nú er allt klárt.

Opnaðu iBooks Author.


Veldu útlit á bókina. Þetta fyrsta er nokkuð stílhreint og gott – en valið er ykkar.


Þá opnast bókin.


Farðu á forsíðu bókarinnar (efst) og gefðu henni nafn:


Settu inn Norðlingaskóli og nöfn höfunda:


Veldu mynd úr möppunni þinni og dragðu hana yfir forsíðumyndina – og slepptu.


Passaðu að gæðin á forsíðumyndinni séu næg. Við viljum ekki grófa og pixlaða mynd.

Opnaðu textaskjalið og afritaðu allan textann (eða allan fyrsta kaflann).

Farðu þvínæst í Section 1 í bókinni go smelltu á textann. Hann verður blár við einn smell.


Límdu textann þinn þar inn.


Skoðaðu textann og eyddu óþarfa textabilum og þvíumlíku. Ef orði er asnalega skipt á milli lína getur þú smellt á réttan stað og ýtt á „-“. Þá mun orðið skipta sér rétt.

Fylltu inn með íslenskum texta í plássið fremst í Section 1. Þú mátt búa til eins mörg eða fá section og kafla og þú vilt.


Skiptu um texta fremst í kaflanum (hver kafli hefur litla forsíðu).


Og mynd:


Veldu síðu sem þú vilt setja mynd eða myndband á:




Veldu tól sem heitir Widgets (efst fyrir miðju) ef þú vilt setja inn myndasafn eða gagnvirka mynd eða spurningu (allt þetta getur þú gert auðveldlega):


Gallery setur inn myndaramma þar sem þú getur flett á milli mynda. Interactive mynd er hægt að merkja og láta hreyfast aðeins. Review setur inn krossaspurningu (gæti verið sniðugt). Annars er hægt að gera ýmislegt fleira með Widgets ef áhuginn er fyrir hendi.


Hér skulum við sjá hvernig Gallery virkar:


Það birtist gluggi (sem hægt er að stækka, minnka og breyta lögun á). Í hann má draga margar myndir.


Fyrir hverja mynd kemur inn lítill punktur neðan við myndina.

Nú þarf að gefa galleríinu íslenska fyrirsögn (textinn ofan við myndina) og hverri mynd sinn eigin myndatexta (fyrir neðan myndina). Hér setjið þið inn höfund myndarinnar.


Ef þú vilt setja inn aðeins eina, staka mynd dregurðu hana bara inn í textann (sama gildir um myndband):


Þegar bókin er tilbúin bætir þú við Copyright síðu aftast. Þú notar sama hnapp til að gera fleiri en einn kafla eða breyta uppsetningu blaðsíðna. Þér er óhætt að fikta með Add Pages möguleikann.


Neðst á Copyright síðuna skrifið þið 2012 og nöfnin ykkar og síðan texta sem gæti t.d. verið:



En þarna setjið þið líka inn þær síður sem textinn ykkar byggir á (heimildirnar).

Þá er ekkert eftir nema tengja iPad við tölvuna, opna iBooks (í iPadnum) og velja Preview (í makkanum):


Þú skoðar síðan bókina í iBooks í iPadnum og lagar það sem þarf að laga. Þegar allt er búið velur þú Publish og velur að búa til skrá í tölvunni (ekki á netið eða í iTunes).

Þessa skrá (bara .ibooks skrána)  setur þú í Dropbox og sendir mér link eða sendir mér í tölvupósti (ragnarkennari) ef hún er undir 25MB.

Hér má sjá bókina sem ég var að gera hér að ofan (aðeins á iPad).





Til baka.

No comments:

Post a Comment