1. Takið myndirnar sjálf (það er ekki svo langt í Rauðhóla t.d. og þið getið tekið iPad með ykkur og notað instagram eða annað forrit ef þið viljið flottar myndir), teiknið þær eða gerið eigin myndbönd (það er auðvelt að nota myndbönd í iBooks.
2. Talið við ljósmyndara (t.d. með tölvupósti ef þið finnið myndir sem þið viljið nota. Útskýrið eftirfarandi: „Við erum að búa til rafræna kennslubók í skólanum. Mættum við nota þessa mynd (verið nákvæm). Væri í lagi ef aðrir fengu að lesa/nota kennslubókina? Útskýrið að þið munuð ekki selja bókina eða hagnast á henni.“
Ekki trufla ljósmyndara nema annað bregðist. Reynið frekar að bjarga ykkur sjálf.
3. Finnið löglegar myndir á netinu. Verið viss um að myndina megi nota. Þið getið t.d. notað Flickr eða Everystockphoto. Ef þið notið síðarnefndu aðferðina athugið hvað stendur um „licence“ við myndina. Ef þið farið á Flick farið í „Advanced Search“ og veljið (neðst) myndir sem þið megið nota eða breyta.
Þið þurfið alltaf að geta höfundar myndarinnar. Sendið ritstjóra bókarinnar myndina og látið fylgja með (Ljósmynd: NASA) eða hver sem höfundurinn er.
No comments:
Post a Comment