Monday, November 18, 2013

Innrásin frá Mars (3 vikur)

Dagur 1-2

Menn hafa lengi þekkt reikistjörnuna Mars enda er hún greinileg með berum augum frá jörðu. Oft hefur hún á sér daufan rauðan blæ þar sem hún sindrar á himninum. Það er kannski þess vegna sem Mars var snemma nefnd eftir stríðsguðum. Lestu það sem stendur um Mars og goðsagnarverur á stjörnufræðivefnum. Það kemur hér á eftir:


Mars (Ares) var stríðsguð Rómverja, sonur Júpíters og Júnó, en einnig verndari landbúnaðar og heilsu manna. Mars var faðir Rómúlusar og Remusar sem sagðir eru hafa stofnað Rómaborg á Palatínhæð árið 753 f.Kr. 
Við Mars er kenndur þriðji mánuður ársins, sem jafnframt var fyrsti mánuður ársins í tímatali Rómverja.
Í mörgum tungumálum er þriðjudagur einnig dagur Mars, samanber mardi í frönsku, martedi á ítölsku og martes á spænsku.
Norræni guðinn Týr samsvarar Mars og áður fyrr kallaðist þriðjudagur týsdagur hér á landi eins og hann gerir enn í Danmörku.
Í öðrum menningarsamfélögum voru svipuð heiti á reikistjörnunni. Forn-Egiptar kölluðu reikistjörnuna Har Descher sem þýðir sá rauði.
Í goðafræði Hindúa var Mars þekktur sem stríðsguðinn Karttikeya og Babýlóníumenn nefndu Mars Salbatanu. Í keltneskri goðafræði var hann þekktur sem Belatu-Cadros. 
Tákn reikistjörnunnar, hringur með ör sem bendir upp út frá hringnum, er stjörnuspekilegt tákn Mars. Táknar það skjöld og spjót sem rómverski guðinn Mars átti og notaði. Táknið er einnig þekkt í líffræði og lýsir karlkyni.

Taktu síðan könnun: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Dagur 3-4

Líf á Mars?

Menn voru ekki fyrr farnir að horfa á Mars gegnum sjónauka en þeir töldu næstum örugglega að þar væri líf. Lestu það sem Stjörnufræðivefurinn hefur um það að segja:


Galíleó Galílei var fyrstur til að skoða Mars í gegnum stjörnusjónauka. Sjónaukinn hans var of lítill til að nokkuð sæist og því var það ekki fyrr en í nóvember 1659 sem Hollendingurinn Christiaan Huygens gerði fyrstu áreiðanlegu athuganirnar á Mars. Með linsusjónaukanum sínum sá Huygens dökk svæði á rauðleitri skífunni sem við í dag nefnum Syrtis Major. Syrtis Major var raunar fyrsta landslagið sem menn sáu á annarri reikistjörnu. Huygens fylgdist með Mars í nokkrar vikur og komst að því að snúningstími hans væri um 24 klukkustundir.
Sjö árum síðar eða árið 1666 endurbætti Ítalinn Giovanni Cassini athuganir Huygens og fann út að Marsdagurinn er tæpum fjörutíu mínútum lengri en jarðardagurinn. Cassini var jafnframt fyrstu til að taka eftir sérkennilegum ljósum flekkum á pólsvæðum Mars. Um hundrað árum síðar, þegar sjónaukar voru orðnir enn stærri og betri, taldi ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel að ljósu flekkirnir á pólunum væru úr ís. Herschel áttaði sig einnig á að möndulhalli Mars var um tuttugu og fimm gráður.
Síðla árs 1877 var Mars í sól- og jarðnánd og nýttu stjörnufræðingar tækifærið til frekari rannsókna á reikistjörnunni. Í ágústmánuði þetta ár var bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall um það bil að hætta leit sinni af tungli eða tunglum umhverfis Mars þegar kona hans Chloe Angelina Stickney Hall hvatti hann til að halda leitinni áfram. Stuttu síðar fann hann tvö tungl sem nefnd voru Fóbos og Deimos.
Bollaleggingar um líf á Mars fengu byr undir báða vængi nokkrum vikum síðar þegar ítalski stjörnufræðingurinn Giovanni Schiaparelli notaði 8,75 tommu (22 cm) sjónauka til að útbúa fyrsta nákvæma kortið af yfirborði Mars. Schiaparelli taldi sig sjá línur á þvers og kruss um yfirborðið og kallaði þær canali sem er ítalska orðið fyrir farvegi. Canali var ranglega þýtt channels á ensku sem þýðir áveituskurðir. Orðið skurðir bendir til vitsmunalífs svo fljótlega spruttu upp sögur um litla græna karla í dauðateygjunum á Mars, sem framkvæmdu gríðarlega verkfræðiafrek í þeim tilgangi að safna vatni af pólunum á þurru svæðin við miðbaug reikistjörnunnar. Síðar kom í ljós að farvegir Schiaparellis voru af völdum galla í sjónaukanum.
Þessar hugmyndir um áveituskurði náðu fljótt eyrum fólks og gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Stuttu síðar reisti Bandaríkjamaðurinn Percival Lowell stjörnuathugunarstöð á Marshæð í Flagstaff í Arizona, gagngert til að rannsaka Mars. Lowell trúði á áveituskurðina og í lok 19. aldar hafði hann tilkynnt um 160 skurði á rauðu reikistjörnunni.

Og áfram um Marsbúa:

Ekki voru allir stjörnufræðingar sannfærðir um ágæti tilgátu Lowells og annarra um líf á Mars. Engu að síður breiddist hún út eins og eldur í sinu og í lok 19. aldar var Mars talinn eyðilegur staður þar sem vatn var af skornum skammti. Marsbúarnir bjuggu við hrikaleg gjör sem urðu rithöfundum á borð við H. G. Wells og Edgar Rice Burroughs efni í skáldsögur. Upp úr því spruttu óþægilegar hugmyndir um herskáa Marsbúa sem einsetti sér að ráðast á jörðina. Árið 1898 kom út frægasta skáldsagan um þetta efni, Innrásin frá Mars eftir H. G. Wells. Saga þessi vakti mikla skelfingu þann 30. október árið 1938 þegar ungur og upprennandi leikari og leikstjóri að nafni Orson Welles flutti útvarpsleikrit byggt á sögunni. Welles setti leikritið upp eins og um fréttaflutning væri að ræða og gerði það svo vel að margir trúðu að Marsbúar væru í raun að ráðast á jarðarbúa og olli þetta olli mikilli geðshræringu. Leikritið er frábærlega unnið og má hlýða hér á (mp3)
Á myndum af Mars í dag sjást engir áveituskurðir. Hvers vegna voru Schiaparelli, Lowell og fleiri svona sannfærðir um tilvist þeirra? Helsta ástæðan er sú að þessir merku menn unnu rannsóknir sínar í gegnum lofthjúp jarðar. Hann er á stöðugri hreyfingu og gerir mönnum erfitt um vik, sem og augað og heilinn. Saman mynda augun og heilinn öflugt sjóntæki sem þó er auðvelt að plata. Tvær ótengdar rákir á yfirborði Mars ásamt frjóu ímyndunarafli geta því hæglega framkallað áveituskurð í huga athugandans. 
Hugmyndir um líf á Mars héldu engu að síður áfram að lifa góðu lífi í hugum manna. Það var ekki fyrr en geimför flugu framhjá reikistjörnunni og Viking-förin lentu á yfirborðinu sem menn sættust á að Mars var lífvana hnöttur.

Taktu síðan könnun: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Dagur 5-6

Eins og þegar er komið fram er langfrægasta bókmenntaverk um innrás Marsbúa Innrásin frá Mars (War of the Worlds) eftir H.G. Wells. Frægasta sviðsetning hennar er síðan útvarpsleikrit Orson Welles þar sem leikstjórinn lét sem um væri að ræða fréttir af innrás Marsbúa. Þessi sama saga var kvikmynduð og lék Tom Cruise aðalhlutverkið.

Hér má nálgast bók H.G. Wells.
Hér er útvarpsleikrit Orson Welles.
Hér eru upplýsingar um kvikmyndina.

Enn er ónefndur söngleikur eftir sömu sögu sem Jeff Wayne samdi og gaf út árið 1978. 

Í flestum tilfellum er söguþráðurinn sá sami. Geimverur ráðast á jörðina og nota tækni sem er miklu fremri tækni jarðarbúa, enda erum við fyrir geimverunum álíka vanþróuð og gerill sem vísindamaður skoðar í smásjá. Árás geimveranna veldur eyðileggingu og hörmungum þar sem sumir ganga af göflunum, aðrir vilja berjast og enn aðrir gefast upp. Einhverjir vilja fela sig undir yfirborði jarðar og búa í neðanjarðargöngum og námum. Loks, þegar allt virðist tapað, nema drápsvélar geimveranna skyndilega staðar. Þær höfðu stundað það að veiða menn sér til matar en virðast nú algerlega hreyfingarlausar. Í ljós kemur að einföldustu lífverur jarðar, kvefveirur, eru búnar að drepa allar geimverurnar – sem þrátt fyrir alla sína tækni og yfirburði voru varnarlausar gagnvart venjulegum og saklausum sjúkdómum.

Söngleikur Jeff Waynes er mjög dramatískur. Hann hefst á sögumanninum, sem leikinn er af breska stórleikaranum Richard Burton, sem segir frá innrásinni. Upphafsorðin eru mögnuð:

Enginn hefði trúað því við lok 19. aldar að verur utan úr geimnum hefðu vökult auga með mannlífinu. Engan gat dreymt að við værum rannsökuð á sama hátt og vísindamaður horfir á örverur svamla um og skipta sér í vatnsdropa. Fáir gerður sér einu sinni í hugarlund möguleikann á því að á öðrum reikistjörnum væri líf. Raunin var sú að vitsmunir sem stóðu okkur margfalt fremra störðu girndaraugum á Jörðina gegnum óravíddir geimsins og réðu ráðum sínum.

Nú skaltu hlusta á upphafið á söngleiknum. Það tekur tæpar 10 mínútur og má finna hér.





Dagur 7 - 8.

Stjörnufræðivefurinn heldur utan um ýmsa tölfræði um geiminn. Þar má finna þessar upplýsingar um Mars:

Tölulegar upplýsingar
Meðalfjarlægð frá sólu:227.900.000 km = 1,524 SE
Mesta fjarlægð frá sólu:249.200.000 km = 1,666 SE
Minnsta fjarlægð frá sólu:206.700.000 km = 1,381 SE
Miðskekkja brautar:0,093
Meðalbrautarhraði um sólu:24,1 km/s
Umferðartími um sólu:686,98 dagar = 1,88 jarðár
Snúningstími:24klst 37mín 22sek
Möndulhalli:25,19°
Brautarhalli:1,85°
Þvermál:6.794 km
Þvermál (jörð=1):0,533
Massi:6,419 x 1023 kg
Massi (jörð=1):0,107
Eðlismassi:3.940 kg/m3
Þyngdarhröðun:3,69 m/s2 (0,38 g)
Lausnarhraði:5,0 km/s
Meðalhitastig yfirborðs:-63°C
Hæsti yfirborðshiti:+20°C
Lægsti yfirborðshiti:-140°C
Endurskinshlutfall:0,15
Sýndarbirtustig:+1,8 til -2,91
Hornstærð:3,5" til 25,1"
Loftþrýstingur við yfirborð:7 mb
Efnasamsetning lofthjúps:95,3% koldíoxíð (CO2)
2,7% nitur (N2)
1,6% argon (Ar)
0,13% súrefni (O2)
Skrifaðu þær hjá þér og flettu því upp sem þú ekki skilur. Taktu síðan könnun: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.



Dagur 9 - 10.

Meira um Mars í bókmenntum og menningu

Á Stjörnufræðivefnum stendur þetta:


Aragrúi af bókmenntaverkum, jafnt skáldsögum sem teiknimyndasögum, gerast á Mars að einhverju leyti. Frægir rithöfundar á borð við Herbert G. Wells (Ósýnilegi maðurinn, Tímavélin og Eyja doktor Moreau), Edgar Rice Burroughs (Tarzan apabróðir) og Arthur C. Clarke (2001: A Space Odyssey) hafa allir samið sögur sem fjalla um Mars. Saga Wells um Innrásina frá Mars er ef til vill einna frægust. 
Ekki eru bókmenntir þó eina listgreinin sem hrífst af Mars eða Marsbúum. Jafnan hafa myndir sem fjalla um geimverur halað inn miklum peningum í Hollywood. Þar er Mars engin undantekning enda hefur fjöldi (misgóðra) kvikmynda, sem á einhvern hátt tengjast plánetunni rauðu, litið dagsins ljós. Þekktustu myndirnar eru vafalaust Total Recall sem skartaði m.a. Arnold Schwarzenegger, Mars Attacks eftir Tim Burton, Mission to Mars með Tim Robbins og Gary Sinise og Red Planet með Val Kilmer. 
Tónlistarmenn fara heldur ekki varhluta af Marsáhuganum. Árið 1918 var tónverkið Pláneturnar eftir ensk-sænska tónskáldið Gústav Holst frumflutt. Þótt það sé samið undir áhrifum frá stjörnuspeki er tónlistin undurfögur en kraftmikil um leið. Verkið fjallar aðeins um sjö reikistjörnur en jörðin var ekki tekin með. Verkið um Mars er mjög fallegt, kraftmikið og drungalegt og maður sér fyrir sér hermenn, sprengjur og hörmungar hernaðarbrölts. Þótt ótrúlegt sé var þessi hluti verksins saminn töluvert fyrir fyrri heimsstyrjöldina og áður en skriðdrekar og flugvélar komu til sögunnar!
Stjörnufræðiáhugamaðurinn David Bowie sendi frá sér lagið Life on Mars árið 1971 af plötunni Honky Dory.
Þekktasta tónverkið sem tengist Mars er þó að öllum líkindum rokkútgáfan af War of the Worlds eða Innrásin frá Mars eftir Jeff Wayne sem byggt er á skáldsögu H. G. Wells. Tónlistin var frumflutt árið 1978 og hefur platan með verkinu selst í meira en 13 milljónum eintaka sem þýðir að hún er í flokki með allra söluhæstu plötum sögunnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verkið í tvígang þann 23. febrúar 2006. Vonandi sér Sinfóníuhljómsveitin sér fært að flytja verkið aftur í nánustu framtíð. 
Árið 2001 flutti gríska tónskáldið Vangelis tónverkið Mythodea til heiðurs 2001 Mars Odyssey geimfarinu. Ef til vill þekkja ekki margir nafnið Vangelis en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Chariots of Fire en samnefnt stef er fyrir löngu orðið ódauðlegt. Vangelis hefur samið tónlist fyrir kvikmyndirnar Blade Runner og 1492: Conquest of Paradise. Hann samdi auk þess tónlist fyrir Cosmos þætti Carls Sagan. 
Nú skaltu hlusta á David Bowie lagið Life on Mars (gætir þurft að spila á Youtube):





Taktu síðan könnun: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Dagur 11 - 12

Fylgitungl

Á Stjörnufræðivefnum kemur eftirfarandi fram:



Umhverfis Mars ganga tvö agnarsmá tungl sem talin eru smástirni sem fóru of nærri Mars og festust á braut um reikistjörnuna. Tunglin uppgötvaði Bandaríkjamaðurinn Asaph Hall árið 1877 og eru nefnd Fóbos og Deimos en þeir voru synir gríska guðsins Aresar (Mars). Nöfn þeirra merkja ótti og skelfing.  
Af tunglunum tveimur er Fóbos bæði stærra og nær en Deimos. Fóbos hringsólar um Mars í aðeins 6000 km hæð yfir yfirborðinu. Það þýðir að hann er nær móðurhnetti sínum en nokkurt annað fylgitungl reikistjarnanna. Flóðkraftar Mars eru þess valdandi að braut Fóbosar lækkar um 1,8 metra á öld og það þýðir að eftir um 50 milljón ár tvístrast það og myndar hring um Mars eða rekst á yfirborðið með tilheyrandi hamförum. Vegna sömu flóðkrafta snúa bæði tunglin alltaf sömu hliðinni að reikistjörnunni líkt og tungl jarðarinnar.  
Frá yfirborði Mars er Deimos álíka bjartur og Venus frá jörðinni. Á Marshimninum rís Deimos í austri og er tæpa þrjá sólarhringa að svífa þvert yfir himininn. Fóbos aftur á móti rís í vestri, sest í austri og rís aftur, allt á ellefu klukkustundum.



Taktu síðan könnun: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Dagur 13-14

Forvitni (Curiosity)

Nú um þessar mundir ferðast lítill geimjeppi um yfirborð Mars. Hann kallast Forvitni (Curiosity). Meðal þess sem hann rannsakar er hvort mögulegt sé að líf hafi einhverju sinni þrifist á yfirborði þessa nágranna okkar í geimnum. Horfðu á myndbandið af því þegar vísindamönnum tókst að lenda honum heilu á höldnu á yfirborði plánetunnar:





Taktu síðan könnun: 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Dagur 15 - 18.

Enn af Forvitni

Lestu þér til um geimjeppann Curiosity á síðu Stjörnufræðivefjarins. Punktaðu hjá þér glósur. Smelltu á myndina til að komast á síðuna:




Dagur 19-21

Upprifjun

Hér birtast spurningar sem komið geta á prófi úr öllum hlutum Marsmerkisins. Spurt getur verið um eitthvað af þessu eins og spurningarnar eru hér eða í breyttri mynd.


1. Jafnvel frá Jörðu sést að Mars hefur einkennandi lit. Hver er hann?

2. Einkennislitur Mars hefur örugglega haft sín áhrif á það hvers konar guðir voru tengdir honum. Nefndu a.m.k. þrjá guði eða goðsagnarverur sem tengdar voru Mars.

3. Hvernig tengdust meintir stofnendur Rómarborgar Mars?

4. Hver eru tengsl Mars og nafna daganna í ensku og frönsku?

5. Segðu frá tunglum Mars. Hvað heita þau? Hvað þýða nöfnin? Hver uppgötvaði þau og hvenær?

6. Rektu söguna af því hvers vegna menn töldu líklegt að líf væri á Mars.

7. Hvert er tákn Mars. Hvað táknar það fleira?

8. Segðu frá helstu bókmenntaverkum sem tengjast Mars.

9. Segðu frá helstu tónverkum sem tengjast Mars.

10. Þekktu helstu tölfræðiupplysingar um Mars. 

11. Um hvað fjallar lag Davie Bowie, Life on Mars?

12. Þekktu geimjeppann Curiosity mjög vel. Þú færð ekki að vita hvers verður spurt um hann fyrr en á prófinu.

Thursday, January 3, 2013

Æfingarspurningar fyrir próf




12 stig

Mark Lepper og David Greene rannsökuðu áhrif verðlauna á áhugamál barna, segðu í stuttu máli frá niðurstöðum þeirra (3).

Hverjir eru kostir og gallar þess að nota verðlaun og/eða refsingar í námi unglinga (5). Með því er verið að tala um umbunarkerfi, refsikerfi eða önnur kerfi sem verðlauna góðan árangur eða hegðun og/eða refsa fyrir andstæðuna. Hér er spurt um þínar skoðanir en vísa má til rannsókna ef við á.

Nefndu dæmi um það í hvaða tilgangi fólk hermir (jafnvel ómeðvitað) eftir hverju öðru (3).


Voru tilraunir Harlows á ungum apaköttum siðferðilega réttlætanlegar?  (5) Undir hvaða kringumstæðum (ef einhverjum) má láta dýr þjást í vísindatilgangi.

Hvað leiddu rannsóknir Harlows á apaköttum í ljós um samband mæðra og afkvæmna (3)?

Útskýrðu nauðsyn samanburðarhópa í sálfræðirannsóknum? Hvers vegna er ekki hægt að treysta niðurstöðum rannsókna ef slíkan hóp vantar (4).

Lýstu því hvað gerist ef maður reynir að hugsa ekki um eitthvað. Lýstu sérstaklega hvaða áhrif undirmevitundin hefur (3).

 Í tilraun Tanyu L. Chartland og John A. Bargh voru rannsakendur látnir rugga fótunum meðan þeir ræddu við þátttakendur. Hversu mikið (í %) jukust fótahreyfingar þátttakenda við það (1)? 

Lýstu apamömmunum í tilraun Harlows (í orðum eða mynd) sem gáfu ungunum mjólk (1).

Hvernig áttu þátttakendur í bælingartilrauninni að láta vita ef þeir hugsuðu um hvítan bangsa (1)?

Derren Brown gerði merkilega tilraun á því hversu vel fólk tók eftir viðmælendum sínum. Hvernig fór tilraunin fram (1)?





8 stig

Hvernig útskýrir genakenning Mendels ástæðu þess að eiginleikar foreldra okkar blandist ekki í okkur (þannig að ef annað foreldri hafi blá augu og hitt græn þá verði augu okkar ekki sjálfkrafa blágræn svo dæmi sé nefnt) (5)?

Teiknaðu reitatöflu yfir mögulega afkomendur ef þú færð uppgefna eiginleika foreldranna (3). T.d. Foreldrarnir Dd og dd eða ss og SS o.s.frv.

Lýstu því hvernig eiginleikar geta stokkið yfir kynslóð (4) þannig að barnabarn líkist afa sínum eða ömmu meira en foreldrum með tilliti til ákveðinna eiginleika. Notaðu rétt hugtök (þ.á.m. ríkjandi gen og víkjandi gen).

Hvaða lífveru var Mendel að rannsaka þegar hann uppgötvaði grunnatriði erfða með genum (1)?

Hvað er gen (2)?

Raðaðu frá hinu stærsta til þess smæsta: fruma, vefur, DNA (DKS), litningur, vefur (1).





12 stig

Hver er munurinn á náttúruvali í lífríkinu og vali manna (4)?

Hvers vegna breytast lífverur samkvæmt þróunarkenningu Darwins (5)? (Taktu dæmi, t.d. af því hvernig skildir breytast á skjaldbökum).

Hvaða galla sá Fleeming Jenkin á þróunarkenningu Darwins (4)?

Segðu frá hinni „fullkomnu“ ensku blettakanínu (2).

Hvers vegna vakti þróunarkenning Darwins hörð, neikvæð viðbrögð þegar hún var fyrst kynnt (3)?

Hvers vegna dreif Darwin sig í að kynna þróunarkenningu sína eftir að hafa legið á henni árum saman (2)?

Hvað hétu foreldrar Charles Darwins (1)?

Hvað starfaði afi Darwins (1)?

Frá hvaða háskóla brautskráðist Darwin og hvaða fög lagði hann stund á í háskóla (2)?

Hvað hét skipið sem Darwin fór heimsreisu sína á (1)?

Í hvaða bók kynnti Darwin þróunarkenningu sína og hvaða ár kom bókin út (1)?

Hvað heitir svæðið á Norðurlandi þar sem steingervingar eru mjög áberandi (1)?

Hvað heitir eyjaklasinn þar sem Darwin gerði sumar af merkilegustu athugunum sínum (1)?

Ef saga jarðar er stytt í 24 klukkustundir, hvað var þá klukkan þegar menn komu fram á sjónarsviðið (1)?


10 stig

Þið þurfið að geta framkvæmt tilraun sem skoðar mun á hvíldar- og álagspúlsi einstaklings þar sem fram kemur:

Aldur og kyn þátttakanda, 
hvíldarpúls og lýsing á mælingu,
Álagspúls og lýsing á átaki.




Ljóngáfuð dýr

5 stig

Spurt verður nokkurra spurninga sem auðsvaranlegar eru þeim sem horfðu á þættina (þeir eru ekki lengur aðgengilegir á vef Rúv).

Hér er þáttur 2 á Youtube. Hér er þáttur 1 á Vimeo.




Lífveran maður

12 stig


Hvað eru/gera ensím (3)?

Rektu ferðalag fæðunnar frá munni niður í endaþarm (5).

Menn hafa tvær blóðrásir. Hvert liggja þær (3)?

Menn hafa tvær mismunandi tegundir af æðum. Lýstu muninum á þeim (3).

Úr hverju er blóð (3)?

Hvað er frumuöndun (3)?

Hvers vegna er súrefni mikilvægt fyrir líkamann (3)?

Hvað eru ósjálfráð viðbrögð (3)?

Úr hverju er taugakerfið (3)?

Hvað veldur nær- og fjarsýni (3)?

Úr hverju eru hormón (1)?

Hvernig koma hormón í veg fyrir að konur verði óléttar (3)?

Hvað veldur skalla (2)?

Hvað veldur sykursýki (2)?

Hvernig heldur líkaminn jafnvægi á hitastigi sínu (4)?




Hooke, Wren, Halley og Newton.

5 stig

Hvaða bók Róbert Hookes kom út árið 1665? (2)

Gerðu stutta ritgerð um minnismerkið um Brunann mikla (The Monument). (5)

Hvaða atburður varð til þess að Isaac Newton fór loks að standa sig vel í skóla? (3)



6 stig

Hvaða sjúkdómur, sem yfirleitt er tengdur hormónaójafnvægi og/eða óhollu líferni kemur yfirleitt fram í fólki sem ekki sefur nóg? (2)

Hvað er sérstakt við svefn höfrunga og hví geta þeir lifað af tilraunir sem rottur eða menn myndu ekki lifa af (2)?

DNA (DKS) inniheldur uppskrift að sameindum sem líta út eins og gormaflækjur. Hvað kallast þær (2)?

Segðu frá sjúkdómssögu Silvanós og sjúkdómnum sem herjaði á hann (4).

Nefndu tvo sjúkdóma sem eru skyldir FFI (2).




7 stig


Hvað er smættun (2)?

Hver uppgötvaði bæði gerla (bakteríur) og frumdýr (1)?

Hvað felst í frumukenningunni (3)?

Hver er munurinn á tveim tegundum frumna (3)?

Segðu frá tilraunum Redis og Pasteurs og hvernig þær afsönnuðu Kenninguna um sjálfsskviknun lífs (4).

Hvað hét bók Róberts Hooke um smásjárrannsóknir (1)?





Saturday, December 1, 2012

Sálfræðitilraunir

Vegfarenda-áhrifin 

Flestir eru tilbúnir að hjálpa öðrum – og leggja sig jafnvel í lífshættu til þess. Hér má sjá dæmi um mann sem hættir lífi sínu til að bjarga barni sem dettur í sjóinn. Það er óskráð regla að maður hjálpar öðrum. Hinsvegar er það líka óskráð regla að maður gerir eins og aðrir. Það hefur óvænt áhrif þegar fólk þarfnast hjálpar í margmenni.

 



  Breytiblinda


Horfðu á myndbandið 

  Aðlögunarþörf 

 Við höfum óvænta og sterka þörf fyrir að aðlagast félagslegum aðstæðum.

   

  Apakettir Harry Harlows



  Er hægt að þekkja lygara á látbragðinu